EKKÓ toghlerar verða með útistand C á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöllinni 25. – 27. september
Við munum sýna vænglaga EKKÓ Semi MAR hlera 7,90m2. Hlerinn verður sýndur opinn. Það er að segja að framplöturnar verða ekki ásettar til að sýna innan í hlerann. Gestir geta séð form hlerans, loftlás, þyngingarmöguleika innan í hlerann, ballast plötur, styrk miðju EKKÓ hlerans, og topp sem er stækkunarmöguleiki fyrir hlerann og þá verður hann EKKÓ Semi HAR 8,49m2 hleri.
EKKÓ toghlerinn er straumlínulagaður og svipar til lögunar flugvélavængs.
Vegna lögunar sinnar er EKKÓ Semi hlerinn dreginn á um 20 gráðu horni og þar af leiðandi er mótstaða hlerans í drætti mun minni en annarra hlera sem þarf að draga á um 35 gráðu horni til að þeir virki.
EKKÓ hlerinn er léttari í drætti og er olíusparnaður mikill.
Bil á milli hlera er það sama miðað við svipaða stærð af öðrum tegundum hlera.
EKKÓ hlerinn er ekki þvingaður til að skvera eins og aðrir tegundir hlera heldur er það vænglaga formið sem togar hlerann út með Bernoulli formúlunni svipað og vængur flugvélar lyftir og heldur flugvél á lofti.
EKKÓ hlerinn „stallar“ ekki þegar snúið er með trollið og bil á milli hlera heldur sér vel og þeir eru því að fiska í snúningum.
EKKÓ hlerinn er samloka og fyllist af sjó þegar hann er að fiska, og tæmist þegar hann kemur upp aftur. Sjórinn inni í samlokunni gerir þrýstinginn að utan hlutlausan, þannig heldur hlerinn léttleika sínum á veiðum. Patent Pending
Á EKKÓ hleranum er mjög einfaldur loftlás sem er virkjaður með því einu að setja einn bolta í toppplötuna. Rýmið er þétt og heldur loftinu á sínum stað þó barátta sé á milli sjávar og lofts þegar hlerinn veiðir í djúpinu. Rýmið er ekki lokað og því fellur það ekki saman vegna þrýstings.
Þegar snúið er og ytri hlerinn fer á aukinni ferð í stóran sveig þá hægir á innri hleranum og hann nánast stöðvast. En með loftlásinn virkjaðan er Semi hlerinn enn stöðugri í sjónum þar sem loftið í loftlásnum hjálpar til að hlerinn haldist uppréttur í sjónum.
Á flottrollshlerum með loftlásinn virkjaðan eru hlerarnir ofar í sjónum og nær haffletinum. Þeir eru frábærir í snúningum hvort sem vatnslásinn er virkjaður eða ekki. Patent Pending
Framstroffutengingin virkar best á flottrollsveiðum á skipum sem taka hlerana upp aftast á síðunni eins og algengt er í sumum löndum. Með tengt í framstroffureyrum er veiðihorn hleranna minna en 20 gráður sem gerir þá ennþá léttari í drætti. Patent Pending
Þar sem EKKÓ er samloka fæst góð og einföld lausn til að þyngja eða létta hlerana um allt að 10% þar sem hlerarnir hanga í blökkunum í gegnum lúgu. Því þarf ekki að taka hlerana inn á dekk með tilheyrandi slysahættu. Gamlar keðjur má láta síga ofan í hlerann. Endi keðjunnar er festur með spotta í auga og lúgunni lokað aftur. Ef létta á hlerann þá er keðja tekin út. Patent Pending
Ef hlerinn er heldur lítill fyrir tilteknar veiðar þá er hægt með tiltölulega einföldum hætti að bæta toppi ofan á EKKÓ hlerann. EKKÓ Semi MAR (Medium Aspect Ratio) hleri 7,90m2 með stækkunartoppnum er orðinn að EKKÓ Semi HAR (High Aspect Ratio) 8,49m2 hlera. Toppurinn hefur nákvæmlega sama form og hlerinn. Gæti verið góð lausn hjá þeim sem fiska mestan part ársins með botntrolli en fara líka til dæmis á makríl veiðar með flottroll með sömu hlera en með stækkun. Hægt er að minnka hlerann aftur með því að fjarlægja toppinn.
Brakket / Liðbrakket EKKÓ hleranna er mjög sterkt. Í stærri hlerum eru fóðringar í brakketgötum, liðbrakketgötum og toglás götum. Hægt að nota hvort sem er með liðbrakketi með fimm götum lóðrétt upp og niður eða án þess með Green Pin H-lás toglásinn tengdan beint í öxulinn með þrjá tengimöguleiki lóðrétt upp og niður.
Styrkur samsetningarmiðju EKKÓ hlerans er mikill eins og sjá má á sýningarhleranum. Sterk miðja kemur í veg fyrir að það snúist upp á hlera eða hann aflagist. EKKÓ hlerinn er samloka með öflugu efnisröri fremst og þannig fæst enn meiri styrkur og góð ending.
Hönnunin EKKÓ á vasavirki utan um hleranemana er sterkt og neminn er vel varinn. Einfalt er að taka hleranema úr og setja aftur í eftir í hleðslu.
Velkomin í heimsókn á básinn þar sem við verðum með hjólhýsi til að skýla okkur ef veður verða ekki hagstæð.