Við endurbætur á módelum eftir ferð númer tvö í tankinn í St.John´s var ákveðið að smíða frumgerð af hlerunum. Það voru flot/semi hlerar í fullri stærð og með þá var farið út með hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni RE-30. Þeir hlerar voru 6 fermetrar og 1200 kg/stk og virkuðu mjög vel bæði við úthafs rækjutroll á botni og hlerar svífandi rétt fyrir ofan botn við botn og við flottroll. Síðar voru þessir hlerar þyngdir í 1400 kg/stk (innan í hólfum hlerans) og virkuðu þá enn betur. Við lærðum af reynslunni og gerðum endurbætur og smíðum ný módel. Málið er að þegar maður byrjar á svona verkefni og sér árangur er bara ekki hægt að stoppa. Maður heldur áfram þangað til að maður hefur sneitt af sneiðir alla annmarka af hönnuninni. Við förum síðan með ný módel í þriðju ferðina til St.John´s. Þá eru Ekkó hlerarnir dæmið virkilega farnir farið að gefa betri útkomu en áður hafði sést í þessum bransa.