Niclas Hallberg skipstjóri á togbátnum LL9 Svartskär tók Ekkó botn-semi hlera 1,3m2 180 kg/stk í notkun 29. janúar 2019. Tveim dögum síðar komu Smári Jósafatsson hönnuður Ekkó hleranna og Peter Ronelöv Olsson formaður (www.sfpo.se) samtaka minni fiskibáta í Svíþjóð til Strömstad og fóru á sjó með Svartskär á sjó í Kosterfirðinum.
Ekkó hlerarnir virkuðu mjög vel og eru mun léttari í drætti en skipstjórinn er vanur með aðra jafnstóra og jafn þunga hlera.
Góðir í köstun og hífingu. Héldu jafnri hæð svífandi rétt fyrir ofan botni bæði á flötum botni og í fjallshlíðum þar sem báðir hlerarnir voru eina til tvær hlerahæðir frá botni. Stöðugir og gott bil á milli hlera.
Góðir í snúningum og bil á milli hlera dróst lítið saman í snúningum og hlerarnir héldu sér stöðugir rétt yfir botninum alla snúningana. Mun léttari í drætti og góður olíusparnaður. Svíarnir voru mjög ánægðir enda sýndu Ekkó hlerarnir að þeir eru umhverfisvænni en aðrir hlerar. Bæði hvað verðar að svífa stöðugir rétt fyrir ofan botn og vernda botn og lífríkið á og við botninn. Auk þess að vera mun léttari í drætti en þeir eru vanir og spara því olíu. Í ofanálag, fiskaði Svartskär mjög vel með Ekkó hlerana.