Í upphafi skal endinn skoða. Hvernig er hægt að veiða meira, með minni tilkostnaði og með meira öryggi fyrir sjómenn? Ef allt þetta er lagt saman kviknar í raun hugmyndin. Hvernig er hægt að þróa það sem leysir verkefnið þokkalega í dag, en betur í náinni framtíð? Málið er að maður sér þetta fyrir sér, segir Smári Jósafatsson, hönnuður Ekkó toghleranna. Hugmyndin velkist um í ólgusjó hugans fram og aftur. Í huganunm hefur maður farið þúsund sinnum niður með trollinu og hlerunum og séð fyrir mér hvernig veiðarfærin hegða sér í sjónum. Skissa hugmyndina upp, bæta við, breyta og teikna síðan hugmyndina að hlerunum upp.