Við veiðar kemur í ljós að Ekkó hlerarnir eru góðir í köstun. Gott bil á milli hlera og halda bili mjög vel, líka með straumi. Ekkó toghlerinn er góður í snúningum og báðir hlerar halda sig rétt fyrir ofan botn í snúningnum og trollið er opið í snúningum. Hlerarnir dragast rétt fyrir ofan botn og halda jöfnu dýpi. Við slökuðum hlerunum í botn á tveim togskipum til að rispa slitskóna og mældum rispurnar 20 gráður. Ekkó toghlerarnir styggja ekki fisk, þeir veita minni mótstöðu vegna vænglögunar og lítils veiðihorns Ekkó hleranna. Ekkó hlerarnir, þykkari fremst og mjókka aftur og líkjast flugvélarvæng. Tvöfalt formið með böndum innan í hlerunum gerir þá sterka. Ekkó hlerarnir eru bara að svínvirka.